Saga leikskólans.

Í upphafi voru það kvenfélagskonur á Vopnafirði sem hófu rekstur gæsluvallar árið 1967 og var hann starfræktur í þrjá mánuði á sumrin. Leikskólinn var síðan stofnaður árið 1975 og var hann til húsa í sal Verkalýðsfélags Vopnafjarðar til ársins 1976, en þá fluttist hann í einbýlishús að Lónabraut 19 sem Vopnafjarðarhreppur átti og var leikskólinn starfræktur þar í nokkur ár. Þann 1. desember 1991 var síðan glæsilegur tveggja deilda leikskóli vígður, en bara önnur deildin var tekin í notkun það árið. Leikskólinn fékk nafnið Brekkubær, sem var valið úr mörgum nöfnum í hugmyndasamkeppni og var það Þorgerður Karlsdóttir sem átti það nafn. Tvær aldurskiptar deildir voru þegar leikskólinn byrjaði sem hétu Strumpadeild fyrir 2 ½ - 6 ára, og Stubbadeild fyrir 1 –2 ½ árs börn. Þegr byggt var við leikskólann urðu deildarnar þrjár og ákveðið að breyta nöfnum á deildunum og fengu þær nöfnin Ásbrún, Dagsbrún og Hraunbrún.