news

Fréttir vikunar

16 Feb 2017

Komið þið sæl,

þessa vikuna er búið að vera talsvert um veikindi hjá okkur og þónokkuð um að börnin sem hafa verið lasin áður eru að leggjast aftur því miður en vonandi fer þetta bara að taka enda.

Á mánudaginn slepptum við hópastarfi og fórum út í góða veðrið, við fórum á sparkvöllin á skólalóðini og vorum að bara með tvo bolta með okkur og vorum að æfa okkur í að skiptast á með boltana. Það gekk misvel eins og við er að búast og þurfum við að halda áfram að æfa okkur í þessu.

Á þriðjudaginn fórum við í heimsókn til Möggu á bókasafninu, hún las fyrir okkur tvær bækur og voru börnin til fyrirmyndar, allir voru duglegir að hlusta á sögurnar og skoða svo bækur eftir það.

Í síðustu viku héldum við svo Þorrablót, eldri börnin á Ásbrún sáu um skemmtiatriði og matinn. Þetta gekk allt saman mjög vel, börnin okkar sátu prúð og horfðu á skemmtidagskránna og flest allir duglegir að borða matinn. Dúddi mætti svo með harmonikkuna og spilaði fyrir okkur á dansleik í sal og var þetta mjög vel heppnað hjá okkur.

Kveðja frá okkur á Dagsbrún og Hraunbrún.