Sælt verið fólkið

Það hefur verið einmuna blíða og enginn snjór sem okkur þykir verra Við höfum haft mikið að gera í desember.

Byrjuðum á því að heimsækja Kirkjuna og þar gerðu börnin gjafa band sem var svo notða á aðventukvöldi. Við fórum í heimsókn á Hótel Tanga og Snillingar fóru í heimsókn til 1. bekk og í RARIK. Gekk þetta allt mjög vel.

Við bökuðum piparkökur og skreyttum. Síðan fórum við í Oddnýarreitt og sóttum okkur jólatré. Það var svo skreytt hérna vikuna eftir og þá fórum við og sungum með grunnskólanum jólalög.

Í þessari viku var svo rauður dagur og við borðuðum góðan mat og síðar var jólaball og þeir Bjúgnakrækir og Hurðaskellir komu í heimsókna.

Starfsfólk Ásbrúnar óskar börnum og fjölskyldu gleði og hamingju um jól og áramót.